Auglýsing

Tímalína rauða bílsins í eftirlitsmyndavélum útskýrð, frá Reykjavík í Hafnarfjörð

Rannsóknin á hvarfi Birnu Brjánsdóttur beinist nú meðal annars að skipverjum grænlenska togarans Polar Nanoq. Vísir greindi frá því í dag að lögreglan hafi fengið lista yfir áhöfnina en togarinn lagði úr höfn á laugardagskvöld.

Ekkert hefur spurst til Birnu frá því aðfaranótt laugardags og víðtæk leit hefur staðið yfir undanfarna sólarhringa.

Sjá einnig: Lögregla hefur fengið gríðarlega margar ábendingar vegna hvarfs Birnu

Tæknideild lögreglunnnar lagði í dag hald á rauða Kio Rio bíl í Kópavogi. Vísir hefur heimildir fyrir því að erlendir menn hafi verið með rauða Kia Rio bílinn á leigu á þeim tíma sem Birna hvarf.

Nútíminn tók saman tímalínu bílsins

  • Bíllinn sást í eftirlitsmyndavél á Laugaveginum um það leyti sem Birna sást síðast í eftirlitsmyndavél, eða klukkan 5.25 aðfaranótt laugardags.
  • Vísir greinir frá því að lögreglan hafi undir höndum upptöku af rauðum bíl, líkast til rauðum Kia Rio, sem náðist á eftirlitsmyndavél áhaldageymslu Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar klukkan 5.53 á laugardagsmorgun. Myndskeiðið sýnir hvernig bílnum er ekið skyndilega í burtu þegar ljós kviknar á eftirlitsmyndavél.
  • Klukkan 5.50 kemur sími Birnu inn á símamastur við Flatahraun í Hafnarfirði en svo er slökkt á símanum.
  • Á mbl.is kemur fram að bíllinn hafi sést á öryggismyndavélum Hafnafjarðarhafnar milli klukkan 6 og 6.30 að morgni laugardags. Þar kemur einnig fram að ljóst sé að farþegarnir í bílnum tengist Polar Nanoq.

Rétt fyrir miðnætti í gær fundust skór Birnu nærri tönkum Atlantsolíu við hafnarsvæðið í Hafnarfirði. Polar Nanoq hélt úr höfn á laugardagskvöld og hér má sjá staðsetningu togarans rétt fyrir klukkan fjögur í dag samkvæmt vefsíðunni FindShip. Staðsetning hefur ekki verið uppfærð síðan þá.

Á mbl.is kemur fram að danska varðskipið Triton sé á leið í átt að Polar Nanoq en það hefur sinnt verkefnum fyrir Landhelgisgæsluna. Landhelgisgæslan vill þó ekki staðfesta hvort stofnunin standi í aðgerðum vegna málsins.

Viðbragðsteymi Rauða krossins hefur verið virkjað og veita meðlimir þess sálrænan stuðning til aðstandenda, vina, ættingja og þeirra sem taka þátt í leitinni. Hér má lesa um hjálparsímann, 1717.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing