Auglýsing

Fundu mikið magn fíkniefna í Polar Nanoq þegar skipið var rannsakað vegna hvarfs Birnu

Mikið magn af fíkniefnum fannst um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq í nótt þegar leitað var í skipinu vegna rannsóknarinnar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur.

Þetta kemur fram á RÚV.

Starfsmenn embættis tollstjóra fóru um borð í skipið í Hafnarfjarðarhöfn og fundu efnin. Samkvæmt heimildum RÚV var fjórði skipverjinn færður til yfirheyrslu í nótt vegna þessa anga málsins sem tengist ekki hvarfs Birnu með beinum hætti.

Sjá einnig: Tveir skipverjar á Polar Nanoq úrskurðaðir í gæsluvarðhald í tvær vikur, neita báðir að eiga þátt í hvarfinu

Ekki liggur fyrir hvort skipverjinn sé enn í haldi lögreglu.

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir í samtali við mbl.is að að í augnablikinu sé litið svo á að um tvö aðskilin mál sé að ræða, fíkniefnafund og mannshvarf.

Tveir skipverjar af grænlenska togaranum Polar Nanoq hafa verið úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald. Héraðsdómur Reykjaness varð við beiðni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald en hafnaði því að úrskurða mennina í fjögurra vikna varðhald.

Mennirnir tveir eru grunaðir um refsiverða háttsemi í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur, tvítugrar konu sem saknað hefur verið síðan á laugardag.

Líkt og áður hefur komið fram voru mennirnir báðir handteknir rétt eftir hádegi í gær um borð í skipinu.

Þeir voru færðir til yfirheyrslu á lögreglustöðinni við Hverfisgötu eftir að Polar Nanoq lagði að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöldi. Yfirheyrslur yfir þeim stóðu yfir til klukkan átta í morgun. Haldið verður áfram að yfirheyra þá í dag.

Þriðji maðurinn var handtekinn um borð í togaranum síðdegis í gær. Yfirheyrslur yfir honum hófust kl. 8 í morgun en ekki hefur verið ákveðið hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir honum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing