Auglýsing

Leitin að Birnu: Það sem við vitum um skipverjana tvo sem sitja í gæsluvarðhaldi

Sérsveit lögreglunnar handtók þrjá grænlenska skipverja um borð í togaranum Polar Nanoq miðvikudaginn 18. janúar.

Daginn eftir voru tveir þeirra úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna, grunaðir um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Hinum var sleppt að loknum yfirheyrslum.

Mennirnir tveir eru grunaðir um að hafa myrt Birnu.

Það sem við um mennina tvo sem eru í haldi

  • Þeir eru báðir skipverjar á grænlenska togaranum Polar Nanoq.
  • Annar maðurinn er í kringum 25 ára aldurinn, hinn um þrítugt.
  • Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þeir koma hingað til lands.
  • Annar maðurinn leigði rauðan Kia Rio hjá bílaleigu Akureyrar föstudaginn 13. janúar. Honum var skilað daginn eftir.
  • Mennirnir voru báðir í miðbæ Reykjavíkur á svipuðum stað og á svipuðum tíma og Birna. Þau voru öll að skemmta sér í bænum.
  • Annar þeirra var undir áhrifum áfengis þetta kvöld.
  • Annar maðurinn hefur hlotið dóm fyrir fíkniefnamisferli á Grænlandi.
  • Mennirnir neita því ekki að hafa hitt Birnu.
  • Þeir neita því aftur á móti að hafa myrt hana.
  • Mennirnir dvelja nú í fangelsinu að Litla Hrauni. Þeir verða ekki yfirheyrðir um helgina nema eitthvað nema eitthvað nýtt komi upp.

500 björgunarsveitamenn af öllu landinu hófu leit að Birnu kl. 9 í morgun.

Notaðir verða sex drónar, 22 fjórhjól og ellefu hundar auk fjölda bíla. Þetta er líklega umfangsmesta leit og mestir mannafli sem tekið hefur þátt í leit á vegum Landsbjarnar.

Almenningur er hvattur til að trufla björgunarsveitir ekki við leitina.

Sjá einnig: Leitin að Birnu: Óku um slóða og stíga á Kia Rio til að kanna hvert skipverjinn gæti hafa farið 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing