Auglýsing

Hafa fundið fimm iPhone-farsíma við leitina að Birnu, 570 björgunarmenn að störfum

Björgunarsveitarfólk hefur fundið fimm iPhone-farsíma við leit sína að Birnu Brjánsdóttur í dag. Leitað er á 2.500 ferkílómetra svæði á suðvesturhorni landsins.

Sími Birnu, sem er af þessari gerð, hefur ekki fundist en hann er einn af þeim hlutum sem leitað er að í dag.

Þetta kemur fram í frétt RÚV.

Sjá einnig: Býður björgunarsveitarfólki sem tekur þátt í leitinni frían mat, kaffi og kakó á Prikinu

570 björgunarsveitarmenn leita Birnu og hófu störf kl. 9 í morgun. Aðaláherslan er lögð á Reykjanesskagann, Heiðmörk, Hafnarfjall, Kaldársel og nokkur vel valin svæði í kringum Hafnarfjörð.

Lögreglu hefur ekki tekist að kortleggja ferðir rauða Kia Rio bílssins sem annar grænlensku skipverjanna sem eru í gæsluvarðhaldi leigði síðustu helgi.

Sjá einnig: Óku um stíga og slóða til að kanna hvert skipverjinn gæti hafa farið

Hann sést fara út af hafnarsvæði Hafnarfjarðarhafnar kl. 7 síðastliðinn laugardag og koma aftur inn á það um kl. 11.30.

Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segir í samtali við RÚV að leitin hafi tæknilega séð gengið mjög vel í dag en ekkert hafi fundist sem þeir geti sagt að tengist rannsókn málsins með óyggjandi hætti.

Um leið og einhver hlutur verðu á vegi leitarmanna taka þeir mynd og senda sérstakri greiningardeild sem vinnur úr þeim upplýsingum.

Nútíminn hefur tekið saman lista yfir það sem við vitum um grænlensku skipverjana sem eru í gæsluvarðhaldi.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing