Auglýsing

Mörg hundruð manns leita Birnu Brjánsdóttur: „Við förum alltaf vongóð af stað í svona leit“

Áfram verður leitað að Birnu Brjánsdóttur í nágrenni höfuðborgarsvæðisins í dag. Björgunarsveitarfólk tekur virkan þátt í leitinni í gær, líkt og í gær og má reikna með mörg hundruð manns leysi leitarverkefni dagsins, eitt af öðru.

Engar vísbendingar fundust við leitina í gær sem gátu varpað ljósi á hvarf Birnu.

Sjá einnig: Hafa fundið fimm iPhone-farsíma við leitina að Birnu, 570 björgunarmenn að störfum

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn og stjórnandi rannsóknarinnar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, sagði í samtali við RÚV í gærkvöldi að þetta væru vonbrigði. Hann sagðist aftur á móti sannfærður um að björgunarsveitarfólkið og lögregla hafi gert sitt allra besta.

Og það er ljóst að hópurinn gefur ekkert eftir í dag.

„Okkar fólk er kappsfullt og mikil einurð og samkennd í hópnum. Við erum með þetta yfirlýsta markmið að ljúka helginni á því að Birna finnist eða einhverjar afgerandi vísbendingar um hvar hana gæti verið að finna og við förum alltaf vongóð af stað í svona leit,“ sagði Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, í samtali við Vísi í morgun.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing