Slysavarnafélaginu Landsbjörg barst í dag styrkur að upphæð 1,6 milljón króna frá útgerðafélaginu Polar Seafood. Þetta kemur fram í færslu Landsbjargar á Facebook.
Polar Seafood gerir meðal annars út togarann Polar Nanoq. „Með styrknum vildi fyrirtækið þakka sjálfboðaliðum í björgunarsveitum félagsins fyrir framlag sitt, þrautseigju og óeigingjarnt starf við leitina að Birnu Brjánsdóttur,“ segir í færslunni.
Hér má sjá handskrifað bréf frá Polar Seafood til Landsbjargar.