Íslendingar í Facebook-hópi helguðum húðflúrum hafa birt myndir af ljótustu og misheppnuðustu tattúunum sínum undanfarna daga. Þar kennir ýmissa grasa og Nútíminn tók saman brot af því versta.
Og heyrði að sjálfsögðu í fólkinu.
1. Hætti að flúra vegna ölvunar
Ágústa Klara Ágústsdóttir fékk sér þetta tattú í fagnaðarlátunum þegar Ísland vann England í fótbolta í sumar. „Ég fékk mér flúrið í bílskúr klukkan tvö um nóttina hjá manni sem var vel drukkinn — svo drukkinn að hann þurfti að hætta að flúra mig vegna þess að hann var að deyja áfengisdauða.“
2. „Ég sé eftir þessu“
Einar Jóhann Jónsson fékk sér þetta tattú á röltinu í Reykjavík 18 ára gamall. „Ég sá tattústofu sem að hét Fáfnir Tattoo, gekk þar inn, skoðaði einhverja möppu og valdi þessa mynd úr henni. Ég sé eftir þessu af því að þetta er illa gert og ljótt.“
3. Stutt útgáfa af uppáhaldslaginu
Freyja Ösp Burknadóttir segir textann vera upp úr einu af uppáhaldslaginu sínu. „Ég breytti textanum og stytti hann. Fyrst var það mjög flott en svo rann það allt saman og þetta er bara klessa núna. Ég læt laga þetta.“
4. Sér alls ekki eftir þessu
Sigurður Lárus Gíslason segist alls ekki sjá eftir þessu flúri. „Félagi minn fékk þann heiður að prófa að flúra á mig þennan drop dead gorgeous kvenmannslíkama á hendina á mér. Ég tel mig heppinn miðað við önnur flúr sem hafa verið gerð af vinum mínum. Ég mun líklegast láta góðan listamann laga þetta í framtíðinni.“
5. Loppufar á hendi
Sigga Lilja tók loppufarið af Chihuahua-hundinum sínum og lét setja á hendina í heimahúsi. „Það kom sýking í það og varð dauft og ógeðslegt en planið er að fara í lagfæringu,“ segir hún.
6. „Langaði bara í tattú“
Ingheiður Brá Laxdal segir tattúið hafa verið skyndiákvörðun þegar hún skrapp til Reykjavíkur yfir helgi. „Ég hefði fengið pening í afmælisgjöf frá pabba og mömmu og ákvað að hringja á tattústofu. Ég var ekki búin að ákveða neitt flúr, langaði bara í tattú og þetta var það fyrsta sem mér datt í hug.“
7. Sporðdreki í heimahúsi
Jenný Reimarsdóttir segist hafa fengið tattúið í heimahúsi á Eskifirði. „Ég fékk mér þetta tattú fyrir bróður minn sem er í sporðdrekanum … En ég þarf að láta hylja þetta.“
8. Tramp stamp staðurinn fallegur
María Sigurðardóttir segir að á sínum tíma hafi sér fundist hinn svokallaði tramp stamp-staður mjög fallegur fyrir flúr og frekar misskilinn. „Kvöldið fyrir tímann settist ég niður með tölvuna fyrir framan mig og bókstaflega Gúgglaði „tramp stamp“. Ég er að vandræðast með hvað í andskotanum ég á að setja yfir þetta.“
9. Man ekki af hverju SWAG varð fyrir valinu
Ólöf Harpa Hólm er ekki sú eina sem sér eftir tattúi sem gert var eftir nokkur glös og í heimahúsi. „Ég og kærastinn minn vorum að drekka og hann var með tattúgræjur. Af hverju ég valdi orðið SWAG man ég ekki, líklegast af því að ég er hálfviti. Ég fékk síðan að gera eins á hann sem lítur mun verra út. Ég hafði aldrei flúrað áður.“
10. Fengu sér saman hræðilega ljótt tattú
Rakel Ýr Önnudóttir segir tattúið afleiðingu fyllerís á Benidorm. „Þetta var hræðilegt. Ég og nokkrar aðrar stelpur fórum á Pinterest og skrifuðum „tattoo“ og völdum bara eitthvað. Við sjáum mikið eftir þessu. Þetta er svo hræðilega ljótt tattú sem við fengum okkur!“
11. „Staðsetningin er hræðileg“
Snorri Már Lárusson ákvað að fá sér tattú á meðan hann var á rúntinum. „Við ákváðum nokkrir félagar að skella okkur í lítið tattú. Þegar ég kom á stofuna tók ég mér tíu mínútur í að ákveða allt saman. Ég sé eftir þessu vegna þess að það er ekki nálægt því sem ég sýndi honum og staðsetningin er hræðileg.“
12. Typpa-Mína mús
Steingerður Björk Pétursdóttir Fjelsted segir tattúið sitt helst líkjast typpa-Mínu mús.
13. Tattú í svartamyrkri
Grímur Dion segir málið einfalt: „Ég fékk tattúið í eftirpartíi í svartamyrkri. Stelpan sem gerði það dó áfengisdauða nokkrum mínútum eftir að hún kláraði það.“
14. Foreldrauppreisn endaði illa
Steinunn Einarsdóttir fékk sér þetta tattú aðeins 15 ára gömul og hefur ekki gengið í stuttbuxum sem ná styttra en að hnjám síðan. „Mig langaði alveg ógeðslega mikið í kúl tattú en foreldrar mínir vildu ekki leyfa mér það. Skiljanlega! Ég fór samt og það í heimahús. Þetta þekur allt lærið á mér.“
15. Átti að laga annað ljótt tattú
Svandís Elísa Margrét Sveinsdóttir segir tattúið vera tilraun til þess að laga annað ljótt tattú sem fór úrskeiðis. „Ég fór til að láta hylja kínverkst tattoo og endaði með blómið. Svo sagðist ég af einhverjum ástæðum langa í hest fyrir neðan. Dauðsé auðvitað eftir því núna.“
16. „Okkur fannst þetta mjög góð hugmynd þá“
Aðalsteinn Magnússon var fullur í partíi úti á landi þegar hann og vinur hans fundu tattúvél. „Okkur fannst þetta mjög góð hugmynd þá.“
17. Þrír fullir með eins tattú
Sigurður Örn Guðmundsson segir söguna einfalda: „Við vorum þrír fullir í Grikklandi og fengum okkur allir eins tattú.“
18. Ást er blind
Warner Thorleifsdóttir segir tattúið geta heitið Ást er Blind. Ég og fyrrverandi fengum okkur þetta saman. Það fór svo að við hættum saman og ég endaði með að vera með mjög vandræðalegt tattú. Á puttanum!“
19. „Látið heimahúsin í friði“
Skilaboðin frá Helgu Lilju eru einföld: „Krakkar mínir. Látið heimahúsin í friði. Það borgar sig að borga auka.“
20. „Ég borgaði með fermingapeningum mínum“
Eydís Björk Ólafsdóttir fékk sér þetta 15 ára gömul þegar hún leyfði spánverja að æfa sig að gera tattú. „Ég borgaði með fermingapeningum mínum. Þetta átti að vera tribal-hjarta. Margir halda að þetta séu tveir drekar.“
21. „Mér finnst þetta ógeðslega fyndið og þykir frekar vænt um það“
Þórdís Anna Aradóttir segir upphaflega hafi hún ætlað sér að fá sér stjörnu en hún sér ekki eftir neinu. „Húðflúrarinn sagðist ekki geta gert hana nógu fíngerða svo ég valdi þetta í staðinn. Þannig að þetta var í rauninni skyndiákvörðun. Sé samt ekkert eftir því. Mér finnst þetta ógeðslega fyndið og þykir frekar vænt um það.“