Auglýsing

Örskýring: Trump bannar fólki að koma til Bandaríkjanna — tilskipunin útskýrð

Um hvað snýst málið?

Donald Trump hefur skrifað undir sérstaka tilskipun sem kemur í veg fyrir að íbúar sjö landa geti komið til Bandaríkjanna. Löndin sem um ræðir eru Íran, Súdan, Sýrland, Írak, Líbía, Sómalía og Jemen.

Múslimar eru í meirihluta í löndunum og Trump lítur á íbúa þeirra sem ógn við Bandaríkin.

Hvað er búið að gerast?

Í stuttu máli: Öllum sem ætla að ferðast til Bandaríkjanna frá Íran, Súdan, Sýrlandi, Írak, Líbíu, Sómalíu og Jemen verður snúið til baka.

Sérstakar undantekningar gilda um fólk með tvöfalt ríkisfang eða diplómatísk vegabréf. Engu máli skiptir hvort fólk hafi komið áður til Bandaríkjanna eða hvort það er með bandaríska vegabréfsáritun.

Bannið hefur þegar valdið miklu uppnámi. Í fréttaskýringu á vef The Telegraph kemur fram að fólk með gildar vegabréfaáritanir og græn kort hafi þegar verið meinað að ferðast aftur til Bandaríkjanna.

Lögfræðingar hafa fordæmt bannið en samkvæmt bandarískum útlendingalögum frá árinu 1965 er bannað að mismuna fólki eftir kynþætti, kyni, þjóðerni, fæðingarstað og aðsetri við útgáfu á vegabréfsáritunum.

Hvað gerist næst?

Bannið er tímabundið en samkvæmt fréttaskýringu The Telegraph er búist við að það endist í fjóra mánuði. Það gildir ekki um minnihlutahópa sem þurfa að einhverjum ástæðum að flýja „ofsóknir múslima“. Kristið fólk er sérstaklega nefnt í þessu samhengi.

Mannréttindasamtök hafa boðað aðgerðir þar sem reynt er á lagalegt gildi bannsins.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing