Auglýsing

Samfélagsmiðlar loguðu þegar Beyoncé tilkynnti óléttuna, hættu að ræða Trump í smá stund

Hjörtu heimsins tóku kipp í gærkvöldi þegar poppdrottingin Beyoncé Knowles tilkynnti að hún ætti von á tvíburum með eiginmanni sínum, Jay Z. Fréttirnar bárust eins og eldur í sinu um heimsbyggðina og samfélagsmiðlar loguðu.

Söngkonan er sannarlega áhrifamikil, það er ekkert nýtt. En henni tókst með tilkynningu sinni að þagga niður í umræðunni um nýjan forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Allavega um stund.

Sjá einnig: Beyoncé á von á tvíburum og tilkynnti það með stórkostlegri mynd á Instagram

Aðdáendur stjörnunnar höfðu áður sagt að hún ætti að nota tækifæri og gefa út plötu á sama tíma og Donald Trump sór embættiseið sinn, bara til að stela athyglinni. Hún gerði enn betur og tilkynnti um erfingja.

Í umfjöllun BBC um frétt gærdagsins segir að viðeigandi sé að Beyoncé hafi valið að greina frá á Instagram.

Þar segir að Twitter hafi að undanförnu orðið að vígvelli þar sem skipst sé á stjórnmálaskoðunum með háværum hætti.

Á Facebook sé aftur á móti ekki þverfótað fyrir tilkynningu þar sem fólk er beðið um að taka þátt í kröfugöngum og bæta nafni sínu á undirskriftalista. Allt snýst þetta um Trump.

Instagram er í frétt BBC sagður nokkuð hlutlaus miðill, þar séu aðallega myndir sem sýna skreytingar á heimilum, fallega uppstilltar máltíðir og krúttleg börn.

Þegar þetta er skrifað hafa 7,7 milljónir manna lækað myndina sem Beyoncé deildi. Þá er búið að skrifa rúmlega 379 þúsund athugasemdir við hana.

Áhrif stjörnunnar náðu út fyrir Instagram. Í um klukkustund fengu lét stjórnmálaumræðan á Twitter í lægra haldi fyrir bröndurum um væntanlega barnasturtu (e. babyshower) Beyoncé og hugmyndum að nöfnum fyrir tvíburana.

Þetta hafði Twitter um málið að segja!

Það eru fleiri svertingjar í maga Beyoncé en í allri ríkisstjórn Trumps…

Beyoncé er ólétt, allir gleyma hver er forseti Bandaríkjanna…

https://twitter.com/AWrightWorld/status/826959512213004289

Hvernig tókst henni að fara leynt með þetta?

Pabbi hennar er svona ánægður!

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing