Fyrir tuttugu árum uppgötvaði sálfræðingurinn Arthur Aron að ef fólk myndaði ótruflað augnsamband í fjórar mínútur færði það fólk nær hvort öðru.
Íslandsdeild Amnesty International ákvað að prófa þetta og fékk flóttafólk og Íslendinga til að setjast hvort á móti öðru og horfast í augu í fjórar mínútur. Sjáðu myndbandið hér fyrir neðan.
„Ég vona að þér líði vel hérna og ég vona að þú fáir fjölskylduna þína hingað líka,“ sagði einn Íslendingurinn við mann sem sat á móti honum.
Hörmungar og stríð geysa víða um heiminn. Ein afleiðing þessa eru fólksflutningar og flótti, þar sem fólk neyðist til að yfirgefa heimili sín. Ástæður þess að fólk flýr heimaland sitt geta verið margvíslegar. Sumir flýja vegna hungurs, efnahagslegs ástands og vopnaðra átaka en aðrir sæta ofsóknum af hendi yfirvalda eða annarra aðila.
Íslandsdeild Amnesty International stendur fyrir herferð þar sem vakin er athygli á stöðu flóttafólks um heim allan. Bjóðum þau #velkomin