Auglýsing

Grænlenska kvennalandsliðið í handbolta hætti við að koma til Íslands vegna hvarfs Birnu

Kvennalandslið Grænlands í handbolta hætti við að koma hingað til lands í æfingabúðir og fór þess í stað til Danmerkur.

Johannes Groth, þjálfari liðsins, segir í samtali við netmiðilinn KNR að ástæðan hafi verið mál Birnu Brjánsdóttur.

Frá þessu er greint á íþróttavef mbl.is.

Liðið ætlaði að vera við æfingar hér á landi 9. – 13. febrúar en liðið er að undirbúa sig fyrir leiki sem fara fram í mars.

„Sumar stelpurnar voru óöruggar vegna þessa og hefðu ef til vill ekki getað einbeitt sér 100% að handboltanum,“ er haft eftir þjálfaranum. Ákvörðunin var tekin þegar Birnu var enn saknað.

Groth tekur fram að ekki hafi verið óttast um öryggi handboltakvennanna.

Útför Birnu var gerð frá Hallgrímskirkju í gær. Fjölmargir voru við útförina og setið í öllum sætum. Bestu vinir hennar báru kistuna út úr kirkjunni að lokinni afhöfn.

Einn maður situr í gæsluvarðhaldi og einangrun, grunaður um að hafa ráðið henni bana. Hann er grænlenskur og skipverji á togaranum Polar Nanoq.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing