Neytendastofa hefur sent Maclandi bréf og óskað eftir að verslunin taki úr birtingu auglýsingu sem þykir brjóta gegn nokkrum greinum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Auglýsingin er frá síðustu jólum og er birt á Youtube og Facebook. Horfðu á auglýsinguna hér fyrir neðan.
Í bréfinu frá Neytendastofu kemur fram að auglýsingin brjóti gegn lögum meðal annars vegna þess að börn eru sýnd halda á símum sem springa í höndum þeirra. Neytendastofa telur að auglýsingarnar séu til þess fallnar að vekja þau hughrif að aðrir símar en iPhone springi.
Það er reyndar ekki úr lausu lofti gripið þar sem tæknirisinn Samsung tók Samsung Galaxy Note 7 síma úr umferð í fyrra eftir fjölmargar tilkynningar um að símarnir væru að springa.
Hörður birti bréfið frá Neytendastofu á Twitter
Fékk bréf í dag frá Neytendastofu sem krefur okkur um að eyða þessari auglýsingu af YouTube og Facebook. Ég lifi þetta ekki af. pic.twitter.com/EKYBQngIfB
— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) February 7, 2017
Í bréfinu segir meðal annars auglýsing Maclands sé til þess fallin að vekja þau hughrif hjá börnum að aðrir símar en iPhone geti sprungið með þeim afleiðingum að höfuð þeirra verði að beinagrind og að foreldrum sem gefi börnum sínum aðra síma en iPhone megi vera ljóst að slíkar geti orðið afleiðingar.
Í samtali við Nútímann segist Hörður ætla að fá nánari upplýsingar áður en hann tekur auglýsingna af Youtube. „Ég ætla að kæra þetta því ég er ekki sammála efni bréfsins,“ segir hann. Í bréfinu frá Neytendastofu kemur fram að Macland getið búist við sektum.
https://youtu.be/LNu6dLm_7T8