Auglýsing

Sjö ára stúlka sendi framkvæmdastjóra Google bréf, óskaði eftir vinnu og fékk svar

Chloe Bridgewater, sjö ára stúlka frá Englandi, skrifaði framkvæmdastjóra Google handskrifað bréf og sagðist vilja vinna fyrir fyrirtækið. Framkvæmdastjórinn svaraði bréfinu og sagði að ef hún héldi áfram að leggja hart að sér og fylgja draumum sínum gæti hún allt sem hún ætlaði sér.

Stúlkan hafði verið að ræða starf föður síns við hann og eftir það ákvað hún að hún vildi vinna hjá Google. Bréfið sem hún sendi Sundar Pichai er aðeins annað bréfið sem hún skrifar á ævi sinni, það fyrra var til jólasveinsins.

Í bréfinu sagðist Bridgewater reyndar líka vilja vinna í súkkulaðiverksmiðju og keppa í sundi á Ólympíuleikunum.

Hér má sjá svarið frá framkvæmdastjóranum

Takk kærlega fyrir bréfið.

Ég er ánægður að þú hefur gaman af tölvum og vélmennum og ég vona að þú haldir áfram að læra um tækni.

Ég held að að ef þú heldur áfram að leggja hart að þér og fylgir draumum þínu, getir þú gert allt það sem þú ætlar þér, allt frá því að vinna hjá Google til þess að keppa í sundi á Ólympíuleikunum.

Ég hlakka til að fá atvinnuumsóknina þína þegar þú lýkur við skólann.

Bestu kveðjur til þín og fjölskyldu þinnar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing