Auglýsing

Dabbi T fer ótroðnar slóðir í nýju myndbandi: „Skellti mér í fremur hallærislegan skíðagalla“

Rapparinn Davíð Tómas Tómasson, betur þekktur sem Dabbi T, gefur í dag út stuttskífuna T ásamt því að gefa út tónlistarmyndband við eitt laganna á plötunni. Sjáðu myndbandið hér fyrir neðan. 

Dabbi T segist í samtali við Nútímann hafa nóg fyrir stafni þessa dagana. Hann stundar nám í HR, rekur kaffihúsið Prepp á Rauðarárstíg sem opnað var á síðasta ári, æfir að kappi í Boot Camp og dæmir körfuboltaleiki ásamt því að sinna tónlistinni.

Á síðasta ári, níu árum eftir að Dabbi T gaf út plötuna Óheflað málfar, ákvað hann að taka hljóðnemann af hillunni. Lagið Blár fékk að líta dagsins ljós ásamt tónlistarmyndbandi og létu viðtökurnar ekki á sér standa.

Dabbi T er mjög ángæður með stuttskífuna T sem kemur út í dag. Á plötunni eru þrjú lög: King, Glanni og Hún vol. 2. „Skífan fer allan skalann. Glanni er uppgjör við kvennamál fortíðarinnar, Hún vol. 2 fjallar um stelpu sem skildi mig eftir í reyk, á meðan King mærir og upphefur mig,“ segir hann.

Myndbandið við lagið King er leikstýrt af Brynjari Birgissyni en þar eru fetaðar ótroðnar slóðir í íslenskri rappsögu.

„Myndbandið var tekið upp í Bláfjöllum með skíðaþema. Í myndböndum við svona lög eru menn yfirleitt umkringdir gellum í bikiníi á B5. Ég vildi gera eitthvað öðruvísi og skellti mér í fremur hallærislegan skíðagalla og dembdi mér í brekkurnar.. Með því vildu ég og Brynjar breyta út af vananum og reyna að snúa þema lagsins á haus,“ segir Dabbi T.

Hægt er að hlusta á skífuna T á Spotify og horfa á myndbandið á YouTube.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing