Auglýsing

Stúlkan sat grafkyrr í bílstólnum, grá og föl í framan: „Hún hefði auðveldlega getað dáið“

Litlu mátti muna að illa færi í gær þegar tveggja barna faðir var að moka frá bíl fjölskyldunnar eftir gríðarlega snjókomu í Reykjavík um nóttina. Maðurinn kom yngra barninu fyrir í bílstól inni í bílnum, ræsti hann og fór síðan að moka frá bílnum ásamt eldra barninu.

Þetta kemur fram í færslu móðurinnar, Kristínar Hafsteinsdóttur, á Facebook en hún gaf Nútímanum leyfi til að greina frá málinu. Í færslunni segir að dóttir hennar og mannsins hennar, yngra barnið, hefði auðveldlega getað dáið. Foreldrarnir vilja vara aðra foreldra við.

Stúlkan sat í bílstólnum og fór fljótlega að gráta. Faðirinn drífur sig að moka frá bílnum og lítur svo aftur á stúlkuna. „Hún er grafkyrr í bílstólnum og með lokuð augun svo hann heldur að hún sé sofnuð,“ segir Kristín í færslunni.

Þegar maður Kristínar opnar bílinn til að hleypa eldra barninu inn í hann mætir honum útblásturlykt. Þá hafði snjórinn lokað fyrir útblásturinn svo allt fór inn í bílinn. Þess ber að geta að maðurinn hafði þegar mokað frá pústinu en það reyndist ekki vera nóg.

„Hann drífur sig að Lovísu þar sem hún er orðin grá og föl í framan. Rífur hana úr bílstólnum og blæs framan í hana þar til hún rankar við sér. Hún er í góðu lagi en passið ykkur á þessu,“ skrifar Kristín.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing