Salman bin Abdul Aziz al-Saud, kóngur Sádí-Arabíu, er í níu daga langri opinberri heimsókn í Indónesíu. Það ætti ekki að fara framhjá neinum að hann er á ferðalagi, hann er þessi sem er með 500 tonn af farangri og 1.500 manns með í för.
Kónginum vill greinilega ekki keyra í hverju sem er og tók þess vegna tvær Mercedes-Benz S600 glæsibifreiðar með í ferðina. Þá er hann einnig með tvær frístandadi lyftur sem verða meðal annars notaðar til að koma honum niður á strönd sem almenningur mun ekki hafa aðgang að.
Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem kóngurinn tekur lyftu með í ferðalag. Árið 2015 olli hann uppþoti á franskri strönd þar sem hann hafði látið koma lyftunni fyrir. Almenningi var meinaður aðgangur að ströndinni og mótmæltu íbúar harðlega.
Kóngurinn verður líklega ekki einmana í heimsókninni. Hann getur spjallað við einn af ráðherrunum tíu sem hann tók með sér, nú eða prinsana tuttugu og fimm. Samferðamenn hans ferðuðust til landsins með 36 flugvélum á þriggja vikna tímabili.