Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur í janúar á þessu ári var í dag útskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur undir höndum lífssýni sem tengja manninn beint við Birnu. Þetta sagði Jón H. B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri í Reykjavík, í samtali við RÚV.
Maðurinn er ekki lengur í einangrun. Hann sætur gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði.