Auglýsing

Róbert Wessman segir að konur eigi heiðurinn af 90 prósent af hagnaði Alvogen

90 prósent af hagnaði lyfjafyrirtækisins Alvogen á síðasta ári kom frá mörkuðum sem konur stýra. Þetta kom fram í erindi Róberts Wessman á árlegum kynningarfundi fyrir starfsfólk Alvogen og Alvotech í höfuðstöðvum fyrirtækjanna í Vatnsmýrinni í dag.

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er í dag en Róbert sagði það áhugaverða staðreynd að konur stýri stærstu markaðssvæðum fyrirtækisins. „Vöxtur okkar hefur verið ævintýri líkastur,“ sagði hann.

Það er áhugaverð staðreynd að konur stýra okkar stærstu markaðssvæðum og þær hafa allar verið farsælar í sínu starfi.

Á Íslandi starfa um 200 vísindamenn í hátæknisetri systurfyrirtækjanna og þar af er um helmingur konur. „Vísindamenn og sérfræðingar á Íslandi koma frá 20 löndum og við erum ánægð með þá miklu fjölbreytni sem er innan fyrirtækisins,“ segir Róbert.

Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kenna stýrðu Ragnhildur Steinunn og Edda Hermannsdóttir pallborðsumræðu en þær gáfu nýverið gáfu út bókina Forystuþjóð. Starfsfólk fyrirtækjanna fékk svo eintök af bókinni eftir fjörugar umræður sem sköpuðust um hlutverk og samvinnu kynjanna.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing