Tölvuleikurinn EVE Online, frá íslenska fyrirtækinu CCP, hefur verið tilnefndur til BAFTA verðlauna í flokknum Evolving Games ásamt leikjunum Destiny: Rise of Iron, Elite Dangerous: Horizons, Final Fantasy XIV: Online, Hitman og Rocket League. Tilnefningarnar voru birtar á vef BAFTA í dag.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leikurinn er tilnefndur til BAFTA verðlauna en hann var einnig tilnefndur til verðlaunanna árið 2015. Leikurinn kom fyrst út árið 2003 og fagnar því 14 ára afmælinu sínu í ár.
Pokémon GO var einnig tilnefndur til BAFTA verðlauna í flokki nýsköpunar.
BAFTA tilkynnti þetta maðal annars á Twitter
Nominated for Evolving Game✨ Destiny: Rise of Iron, Elite Dangerous: Horizons, EVE Online, Final Fantasy XIV: Online, Hitman, Rocket League pic.twitter.com/YkqFhblJXY
— BAFTA Games (@BAFTAGames) March 9, 2017
Hjá EVE Online var fólk eðlilega ánægt með tilnefninguna
We've been nominated for another @BAFTAGames award! Congratulations to our amazing community! #tweetfleet https://t.co/JLP42I14W4
— EVE Online (@EveOnline) March 9, 2017