Auglýsing

Hildur Sverrisdóttir fer á kvennaráðstefnu í New York og er titluð: „herra Sverrisdóttir“

Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður fulltrúi Íslands á fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna sem hefst í New York í dag og stendur til 17. mars. Þingmennirnir Vilhjálmur Árnason og Kolbeinn Óttarsson Proppé eru einnig fulltrúar Íslands á fundinum.

Hildur birtir mynd af bréfsefni sem tengist ferðinni á Instagram-síðu sinni í dag þar sem kemur fram að hún sé titluð: „Mr. Sverrisdóttir“ eða „herra Sverrisdóttir“.

Hildur grínast í kjölfarið með að ferðin byrji vel: „Ferðalag þingmanns á kvennaráðstefnuna byrjar mjög vel,“ segir hún.

Fundurinn fer fram í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York og yfirskriftin er: „Efnahagsleg valdefling kvenna á tímum breytinga á vinnumarkaði.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing