Gjaldeyrishöftin voru afnumin á þriðjudag og við gerðum það sem allir aðrir fjölmiðlar hefðu gert: Fengum hagfræðing til að útskýra höftin fyrri leikskólabörnum.
Við fengum Óttar Snædal, hagfræðing á efnahagssviði hjá Samtökum atvinnulífsins, til að heimsækja leikskólann Vinagarð og spjalla um höftin við börnin. Þau voru reyndar með þetta allt á hreinu og einn fimm ára nær að útskýra höftin nokkuð vel. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.