Auglýsing

Lögregla birtir myndir af manni sem rændi rítalíni og concerta úr apóteki á Bíldshöfða

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn manns vegna ráns í apóteki á Bíldshöfða í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 10 í gærmorgun. Nú hefur lögregla sent frá sér myndir af manninum sem eru úr öryggismyndavélum.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu tók maðurinn aðallega rítalín og concerta en enga peninga.

Maðurinn, sem huldi andlit sitt með hvítum Adidas bol, var vopnaður hnífi. Ræninginn er talin vera grannvaxinn, klæddur í rauða peysu, gallabuxur og með húfu. Hann var með svartan bakpoka meðferðis.

Þau sem geta veitt upplýsingar um málið, eða telja sig hafa séð til ferða mannsins eru beðnir um að senda einkaskilaboð á Facebook Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eða senda tölvupóst í netfangið as@lrh.is. Ef einhverjir verða mannsins varir skal hringja strax í lögreglu í síma 112.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing