Auglýsing

Stjórnmál á Íslandi virka ekki

Stjórnmál á Íslandi virka ekki. Það er hellingur í gangi og allir rosa duglegir í vinnunni en stóru málaflokkarnir haggast ekki. Tökum dæmi:

Ferðaþjónusta. Fyrir nokkrum árum sýndu allar tölur að ferðamönnum myndi fjölga mikið en mörg ár hafa farið í að rífast um fyrirkomulag gjaldtöku sem allir eru sammála um að eigi að fara fram með einhverjum hætti.

Efnahagsmál. Við settum heimsmet í fjármálahruni og almenningur tók á sig svakalegt högg. Nú eykst kaupmáttur á ný, vogunarsjóðir kaupa banka en þá er enginn búinn að ákveða hvernig kerfið á að vera til frambúðar.

Heilbrigðismál. Stjórnmálin eru sammála um að það þurfi að byggja nýjan landspítala en þau eyða áratugum í að rífast um staðsetningu á meðan sá sem er fyrir grotnar niður.

Sjávarútvegur. Kvótakerfið virkar, nýtingin á auðlindinni er í jafnvægi og greinin er með mikla framleiðni. Á meðan útgerðin skilar stjarnfræðilegum upphæðum í hagnað rifust stjórnmálin um gjaldtöku og eigendur tók út gríðarlegar upphæðir í arð.

Menntamál. Árangur barna slakur og kennarar búnir að fá nóg enda virðist bara hægt að semja við þá í eitt ár í senn.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing