Auglýsing

Dagur B. plataður til að stíga á svið með Improv Ísland: „Starfa í rauninni við þetta“

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, stígur á svið með hópnum Improv Ísland annað kvöld. Hann segist í raun hafa verið plataður í verkefnið og hafi fengið kvíðakast eftir að hann áttaði sig á því út í hvað hann var kominn.

Borgarstjórinn á að mæta óundirbúinn og halda svokallað mónalóg þar sem hann segir sögur út frá orðum sem áhorfendur kalla upp á svið.  Improv-hópurinn þarf svo að búa til sýningu út frá sögunni frá Degi.

Það var Saga Garðarsdóttir sem plataði Dag í verkefnið. „Saga Garðarsdóttir bað mig um að gera þetta og það er ekki hægt að segja nei við hana, en svo kemur bara kvíðakast í kjölfarið,“ segir Dagur í samtali við Nútímann

Hann segist vera frekar stressaður fyrir morgundeginum. Þó ekki meira en svo að hann var búinn að gleyma kvöldinu. „Eða svona með öðru, ég var eiginlega búinn að gleyma því að þetta væri á morgun þar til þú hafðir samband við mig,“ segir Dagur.

Dagur segir að jafnvel þó að hann hafi séð sýningu á borð við þessa þegar hann bjó í Stokkhólmi í Svíþjóð þá viti hann ekkert um hvað hann sé búinn að koma sér út í.

„Ég hef verið á leiðinni til þeirra hjá Improv en það hefur aldrei hitt á laust kvöld hjá mér. Þannig ég er alveg óundirbúinn og veit ekkert hvað ég er að fara út í, en ég er spenntur engu að síður. Ég hef séð svona Improv í Stokkhólmi, þegar ég bjó þar, ekki að ég sé að fara segist vita eitthvað um hvernig þetta virki. Þó ég starfi í rauninni við þetta,“ segir hann.

Í samtali Nútímans við Dóru Jóhannsdóttur, stofnanda og listrænan stjórnanda Improv Ísland, segir hún að þau vera svo heppinn að hafa tengda manneskju með sér í liði. „Saga Garðarsdóttir er með okkur í spunahóp og það er ekki hægt að segja nei við hana. Þannig við fáum það sem við viljum,“ segir Dóra hress.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing