Auglýsing

Saklaus af því að hafa gefið eiginmanninum Subway-bát og pappamál, höfðar mál og krefst miskabóta

Konan sem var í gær sýknuð af ákæru lögreglustjórans í Vestmannaeyjum um fjárdrátt hefur höfðað mál á hendur Subway. Hún krefst ógreiddra launa, launa fyrir uppsagnarfrest og miskabætur upp á eina milljón króna. RÚV greinir frá þessu.

Konunni var gefið að sök að hafa gefið eiginmanni sínum tólf tommu bát og pappamál ásamt því að draga að sér 12.589 krónur. Fyrirtækið kærði meint brot konunnar til lögreglu sem ákærði konuna fyrir fjárdrátt. Héraðsdómur Suðurlands sýknaði konuna aftur á móti og greiðist allur sakarkostnaður úr ríkissjóði. Þarf íslenska ríkið að leggja út tæpa milljón króna.

Konan starfaði sem verslunarstjóri á Subway í Vestmannaeyjum. Hún var sgöð hafa dregið að sér peninga úr sjóðsvél veitingastaðarinas með því að eyða út sölufærslum en tekið við andvirði þeirra í reiðufé af viðskiptavinum og sett í sjóðsvélina.

Seinna hafi konan tekið samsvarandi upphæð úr uppgjöri veitingastaðarins í sínar vörslur. Þetta átti að hafa gerst sjö sinnum og taldi Subway að hún hefði haft 12.589 krónur upp úr þessu.

Konan skýrði málið á þann hátt að afgreiðslukassinn hafi verið leiðinlegur og eyðslufærslurnar mætti rekja til þess að hún reyndi að fá hann til að virka. Hún sagði kassann oft hafa frosið og þá hafi þurft að endurræsa hann. Það tæki nokkrar mínútur sem væru ekki í boði á meðan viðskiptavinir biðu eftir afgreiðslu.

Þá sagði konan að hún hefði fengið fyrirmæli frá skrifstofu fyrirtækisins um að greiða eiginmanni sínum fyrir ýmis smáviðvik með mat.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing