Auglýsing

Ólafur Ólafsson biðst afsökunar á því að hafa blekkt þjóðina, sjáðu aprílgabb Nútímans

Ólafur Ólafsson hefur beðist afsökunar á að hafa beitt blekkingum vegna sölu hlutar ríkisins í Búnaðarbankanum. Þetta kemur fram í aprílgabbi Nútímans sem má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Nútíminn tók mið af umræðunni í þjóðfélaginu þegar aprílgabbið var valið. Rannsóknarnefnd Alþingis kynnti í vikunni skýrslu um sölu ríkissins á kjölfestuhlut í Búnaðarbankanum. Þar kom meðal annars fram að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8% hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram í upphafi.

Eins og sjá má í myndskeiðinu er ekki um fjárfestirinn Ólaf Ólafsson að ræða, heldur nafni hans sem er veitingamaður. Þetta er nefnilega aðeins til gamans gert.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing