Aron Leví Beck og Helgi Hjörvar, fyrrverandi Alþingismaður, eru miklir mátar. Aron vildi prófa að fara í gegnum dag með afar takmarkaða sjón Helga og fékk því Blindrafélagið til að útbúa sérstök gleraugu sem taka mið á mælingum á sjón Helga. Það mætti því segja að Aron hafi verið blindur í einn dag.
Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan til að sjá hvernig Aroni gekk.
Þegar Helgi var 19 ára gamall fékk greiningu um að hann væri haldinn sjúkdómnum RP sem er hrörnunarsjúkdómur sem minnkar sjónsviðið smátt og smátt. Sjón hans er því takmörkuð við þröngan geisla niður fyrir tærnar á honum.
Aron segir í samtali við Nútímann að það sem hafi komið honum mest á óvart hafi verið hvað Helgi er mikill rainman. „Alveg ótrúlegur,“ segir hann.
Mér fannst viðmót þeirra sem afgreiddu mig, færðu mig frá kvennaklósettinu yfir á karlaklósettið og í raun allra sem urðu á vegi okkar afskaplega gott. En sjónhermigleraugu líkja auðvitað aldrei alveg rétt eftir og í lok dags gat ég tekið mín af en Helgi ekki.
Hann segir að reynslan hafi verið mjög áhugaverð og skemmtileg. „Ég hefði reyndar aldrei komist þetta um einn en ég held að maður sé fjótur að komast upp á lagið með þetta. Þetta væri minna mál ef það væri ekki svona mikið af hlutum og fólki fyrir manni,“ segir Aron léttur.
Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.