Auglýsing

Óvænt uppákoma á ársfundi Orkuveitu Reykjavíkur, flutti lag og lét fundargesti standa upp og dilla sér

Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, notaði nýstárlegar aðferðir til að vekja athygli markmiðum OR í loftslagsmálum á ársfundi fyrirtækisins á mánudag. Hún fékk viðstadda til að standa upp og dilla sér á meðan tónlist hljómaði en markmiðunum var varpað á tjaldið í myndbandi.

„Ætlið þið að standa upp krakkar, því við ætlum að dilla okkur,“ sagði hún áður en gleðisprengjan sprakk. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Hólmfríður sagði að það væri hægt að virkja kraft tónlistarinnar. Hún vitnaði svo í Pál Óskar sem sagði að tónlistin byggi brýr á milli landa, samfélaga og kynslóða. „Hvað er það sem við þurfum að gera til þess að loftslagsmarkmiðin gangi upp,“ sagði hún.

Við þurfum að bretta upp ermarnar en okkur þarf að líða vel með það. Það er mín trú að tónlistin hjálpi okkur að koma loftslagsmálunum á koppinn.

Og svo hófst stuðið. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan en hér geturðu horft á allan fundinn.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing