Thomas Fredrik Moller Olsen, þrítugur Grænlendingur, beitti Birnu Brjánsdóttur ofbeldi í bílaleigubíl og henti henni síðan í sjó eða vatn með þeim afleiðingum að hún drukknaði.
Þetta kemur fram í ákæru í máli Birnu Brjánsdóttur.
Thomas er ákærður fyrir að hafa veist að Birnu Brjánsdóttur í bílaleigubíl sem lagt var nálægt flotkví við enda hafnarkantsins í Hafnarfjarðarhöfn, og/eða á óþekktum stað.
Hann sló hana ítrekað í andlit og höfuð, tók hana kverkataki og herti kröfuglega að hálsi hennar og í framhaldinu, á óþekktum stað, varpaði hann Birnu í sjó eða vatn. Hlaut hún ýmsa áverka við árásina og drukknaði í sjónum eða vatninu.
Birna hlaut punktblæðingar á augnlokum, táru og glæru augnlokanna og innanvert höfuðleður, þrýstingsáverka á hálsi, þar á meðal brot í vinstra efra horn skjaldkirtilsbrjósks, nefbrot og marga höggáverka í andlit og á höfuð.
Báðir foreldrar Birnu fara fram á að Thomas gerði þeim 10 og hálfa milljón í miskabætur, eða samtals 21 milljón króna.