Auglýsing

Bílvelta í rokinu í Svínahrauni, túristar vita ekki sitt rjúkandi ráð

Bílvelta varð í Svínahrauni, rétt hjá Litlu Kaffistofunni, rétt fyrir hádegi í dag. Eldri hjón sem voru í Toyota Landcruiser jeppanum sem valt sakaði ekki en vegfarendur hringdu á sjúkrabíl og aðstoðu hjónin.

Vonskuveður er á svæðinu og árvökull lesandi Nútímans segir að ferðamenn sem eru á staðnum viti ekki sitt rjúkandi ráð. Bílar eru stopp í vegaköntum og margir ferðamenn sem eru á leiðinni austur fyrir fjall þora ekki lengra og stöðva bíla sína á veginum.

RÚV greinir frá því að spá um storm og hríðarveður á fjallvegum virðist vera að ganga eftir. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er óveður skollið á á nokkrum stöðum á landinu, Kjalarnesi, Grindavíkurvegi og Fróðarheiði,

Vegfarandinn sem Nútíminn talaði við sagði að það væri mjög slæmt veður í Svínahrauni en samkvæmt Vegagerðinni verður snjóbylur, 16 til 20 metrar á sekúndu, efst á Hellisheiði og Mosfellsheiði milli tólf og tvö en hlánar undir kvöld.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing