Auglýsing

Framkvæmdastjóri Strætó: „Við höldum ekki í höndina á viðskiptavinum okkar“

Sextán ára farþegi í strætó sem varð veðurtepptur í Varmahlíð yfir nótt vegna ófærðar var skilinn þar ein eftir. Þetta kemur fram á Vísi. Framkvæmdastjóri Strætó segir fyrirtækið ekki halda í höndina á viðskiptavinum sínum.

Sjá einnig: Bílstjóri í Strætó stöðvaði vagninn til að faðma og hughreysta konu sem brotnaði niður í sæti sínu

Stúlkan fór með Strætó frá Reykjavík áleiðis til Akureyrar í vikunni. Þegar vagninn var kominn í Varmahlíð var ákveðið að fara ekki lengra vegna ófærðar. Hún var ein í vagninum ásamt bílstjóranum og var ákveðið að þau myndu gista á hóteli í Varmahlíð yfir nótt.

Samkvæmt Vísi ætlaði bílstjórinn að hafa samband við hana áður en lagt yrði af stað um morguninn. Hún segir að það hafi hins vegar ekki verið gert. Haft var samband við hana frá Strætó og lagt til að hún tæki næsta vagn til Akureyrar. Hún taldi að hún yrði látin vita hvenær hann færi, það var ekki gert og vagninn fór til Akureyrar án hennar.

Berglind Elíasdóttir, móðir stúlkunnar, segist ósátt við vinnubrögð Strætó í samtali við Vísi en hún fór og sótti dóttur sína í Varmahlíð. „Þegar ég kem og sæki hana þá kemst ég að því að hún er ein á hótelinu. Það er bara mannlaust, þannig að barnið mitt er bara yfirgefin af starfsmönnum Strætó og starfsmönnum hótelsins alein. Þetta er náttúrulega bara fáranlegt,” segir Berglind á Vísi.

Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdarstjóri Strætó, segir í samtali við Vísi að stúlkan hafi hreinlega misst af strætóferðinni til Akureyrar. „Við höldum ekki í höndina á viðskiptavinum okkar. Strætó fylgir ákveðinni tímaáætlun og viðskiptavinir bera svo ábyrgð á því að vera mættir í vagninn á réttum tíma,“ segir hann á Vísi.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing