Lögreglan i handtók á laugardagskvöld konu frá Sviss á Höfn en hún flutti lifandi kött með sér til landsins með ferjunni Norrænu til Seyðisfjarðar. Kötturinn var aflífaður og húsbílinn, sem kötturinn var fluttur í, verður sótthreinsaður á kostnað konunnar. Þetta kemur fram í frétt RÚV.
Konan kom til landsins ásamt eiginmanni sínum á þriðjudag og hafði þríeykið því verið á landinu í nokkra daga þegar upp komst um glæpinn.
Dauði kattarins og hreinsun húsbílsins verða þó líklega ekki einu afleiðingarnar sem koma dýrsins hefur í för með sér og má konan búast við frekari viðurlögum. Það er nefnilega stranglega bannað að flytja lifandi dýr til landsins án leyfis vegna sjúkdómahættu.