Auglýsing

Fangar á Hólmsheiði beðnir um að sýna meintum morðingja Birnu virðingu

Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, biður fanga í fangelsinu á Hólmsheiði að sína Thomasi Möller Olsen, sem grunaður er um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur í janúar á þessu ári, virðingu. Félagið segir að ekki megi koma öðruvísi fram að hann en aðra fanga.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag en þar segir að félagið hafi nýlega haldið fund í fangelsinu og var Thomas aðalumræðuefnið. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður félagsins, staðfestir þetta.

„Það er oft svona þegar stór fjölmiðlamál eru annars vegar. Við höfðum fengið ábendingar þess efnis að aðrir fangar væru að hringja, til dæmis í blaðamenn, og tala digurbarkalega um hvernig þeir ætluðu að taka á móti Thomasi að þeir ætluðu að gera honum eitthvað. Þannig að við héldum þennan fund til öryggi, þó að svona mál leysist yfirleitt af sjálfu sér,“ sagði Guðmundur í samtali við Fréttablaðið.

Í umfjöllun blaðsins segir að Thomas haldi sig nokkuð til hlés, nýti ekki alla þá útivist sem hann á rétt á og eigi ekki í samskiptum við aðra fanga, geti hann komist hjá því.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing