Ákveðið hefur verið að sjónvarpsþættirnir 13 Reasons Why verði bannaðir innan átján ára á Nýja-Sjálandi, nema horft sé með fullorðnum.
Þættirnir voru framleiddir fyrir Netflix og eru byggð á samnefndri skáldsögu eftir rithöfundinn Jay Asher. Þættirnir fjalla um unglingsstúlkuna Hönnu Baker sem sviptir sig lífi. Hún skilur eftir sig kassettur þar sem hún fjallar um þau sem særðu hana á einhvern hátt og hvernig það leiddi til þess að hún tók ákvörðun um að enda líf sitt.
Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda víða um heim en eftir kvartanir frá heilbrigðisyfirvöldum á Nýja-Sjálandi hefur verið ákveðið að grípa til þessa ráðstafana.
Tíðni sjálfsvíga meðal unglinga er hæst í landinu af þeim löndum sem eru í OECD og svipta að meðaltali tveir unglingar sig lífi í landinu í hverri viku. Heilbrigðisyfirvöld hafa meðal annars sagt að þættirnir sýni glæsta mynd af sjálfsvígum og geti ýtt undir dauðsföll af þessum toga.
Hér má sjá umfjöllun Guardian um 13 Reasons Why.