Auglýsing

Svala verður sinn eigin stílisti í Kænugarði og tók þátt í að hanna búninginn

Svala Björgvinsdóttir, flytjandi og höfundur framlags Íslands í Eurovision í ár, hélt af stað til Kænugarðs í Úkraínu eldsnemma í morgun. Hún er ekki ein á ferð heldur fylgir henni hópur fólks sem hefur ýmsum hlutverkum að gegna. Svala er þó ekki með sérstakan stílista með í för líkt og venjan er heldur ætlar hún að sjá um það sjálf.

Sjá einnig: Hvaða lönd eru líklegust til árangurs í Eurovision? Á brattann að sækja fyrir Svölu

Í viðtali við Vísi segist hún ætla að vera í íslenskri hönnun í Kænugarði, í hinum ýmsu galapartíum og uppákomum. Hún ætlar meðal annars að vera í fötum frá Hildi Yeoman, Another Creation, Andru, Rey, Shoplifter og Aftur.

Svala hannaði sjálf fötin sem hún verður í á sviðinu í Kænugarði ásamt tveimur góðum vinum sínum í Los Angeles. Þeir heita John Sakalis og Eddie Debarr og eru að fara af stað með merkið Phenom. Svala keppir í fyrri undankeppninni þann 9. maí.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing