Auglýsing

Færeyskir karlmenn leita að ástinni í öðrum löndum vegna skorts á kvenfólki

Sífellt fleiri færeyskir karlmenn sem sækjast eftir kvenkyns maka leita að ástinni í öðrum löndum. Skortur er á konum í Færeyjum en í dag eru tvöþúsund færri konur en karlar búsettir á eyjunum. Flestir þeirra stofna til sambands við konur frá Tælandi og Filippseyjum.

Þetta kemur fram í umfjöllun BBC um málið. Þar segir að íbúum Færeyja hafi fækkað síðustu ár. Unga fólkið fer til annarra landa í nám og skilar sér ekki allt aftur heim. Konurnar hafa síður snúið aftur heim. Í dag búa fleiri en 300 konur frá Tælandi og Filippseyjum í Færeyjum. Heildarfjöldi íbúa á eyjunum er í kringum 50 þúsund.

BBC ræddi við Athayju Slaetalid sem flutti til Færeyja frá Tælandi fyrir sex árum. Þegar hún kom fyrst til eyjanna sat hún við ofninn allan daginn og hlýjaði sér. „Fólk sagði mér að fara út af því að sólin skein en ég sagði bara: Nei! Látið mig í friði, mér er mjög kalt,“ segir Athayja.

Hún hitti eiginmann sinn, Jan, þegar hann var að vinna með færeyskum vini sínum sem hafði stofnað fyrirtæki í Tælandi. Jan segist hafa vitað að það yrði áskorun fyrir Athayju að flytja til Færeyja og upplifa þar gjörólíka menningu, veðurfar og landslag. „En ég þekkti Athayju og ég vissi að hún gæti þetta,“ segir Jan.

Sonur hjónanna, Jacob, kom fljótlega í heiminn og fyrstu tvö til þrjú árin var hún einmana og glímdi við þunglyndi. Þegar drengurinn fór á leikskóla fór hún að vinna og þá kynntist hún öðrum konum frá Tælandi. „Það var mikilvægt af því að það gerði það að verkum að ég eignaðist tengslanet. Og ég fékk smjörþef af heimlandinu,“ segir Athayja.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing