Auglýsing

Mannanafnanefnd ákveður að bæði konur og karlar megi heita Karma

Mannanafnanefnd hefur úrskurðað að bæði karlar og konur megi heita Karma. Þetta kemur fram í nýlegum úrskurði nefndarinnar en áður hafði nafnið aðeins verið á skrá yfir karlmannsnöfn.

Í úrskurðinum segir að nafnið Karma hafi verið leyft sem karlmannsnafn í fyrra en hafi ekki öðlast hefð sem karlmannsnafn í íslensku máli.Þá beygist nafnið Karma samkvæmt algengri beygingu kvenkynsnafna en sjaldgæfri hjá karlmannsnöfnum. Það sé því ekkert sem komi í veg fyrir að konur geti líka heitið Karma.

Sem dæmi um önnur nöfn sem eru bæði skráð sem karlmanns- og kvenmannsnafn eru nöfnin Auður og Blær.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing