Auglýsing

Bleikir pelar og snuð dýrari en bláir í Krónunni, munar 340 krónum á settinu

Gjafakassi með bleikum pela og snuði frá Nuk er 340 krónum dýrari en alveg eins kassi með bláum pela og snuði í Krónunni úti á Granda í Reykjavík. Bleika settið kostar 1.990 krónur en það bláa 1.659 krónur.

Þetta kemur fram í frétt RÚV en þar er vísað í mynd Ómars R. Valdimarssonar sem var tekin 29. apríl sl. Engar skýringar hafa fengist á verðmuninum hjá Krónunni.

Mikið hefur verið fjallað um hugtakinn bleikan skatt en vörur sem ætlaðar eru konum eru oft dýrari en samskonar vörur fyrir karla. Þetta á til dæmis við um rakvélarblöð og raksápu.

Uppfært kl. 16.25

„Þetta var mannleg yfirsjón,“ segir Sigurður Markússon, framkvæmdastjóri innkaupadeildar hjá Kaupási, í samtali við RÚV. Hann segir að blái pelinn hafi lækkað í verði frá birgja og þar sem kerfið hjá Krónunni sé sjálfvirkt hafi verðið aðeins lækkað á bláu pelunum.

Sigurður segir að búið sé að bregðast við með því að lækka einnig verðið á bleiku pelunum. „Það er engin bleik verðlagning í Krónunni. Þetta var klaufalegt en gott dæmi um hvað neytendur eru vakandi og hvernig nútímatækni verður til þess að brugðist er hratt við.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing