Danska söngkonan Anja Nissen, sem flytur framlag Danmerkur í Eurovision í Úkraínu í næstu viku, mætti á blaðamannafund í dag í alveg eins jakka og Svala Björgvins mætti í á blaðamannafund í gær.
Jakkinn er íslensk hönnun eftir Hrafnhildi Arnardóttur, sem kallar sig Shoplifter. Ekki er ljóst hvort um tilviljun sé að ræða eða hvort danska söngkonan hafi verið svo hrifin af stíl Svölu að hún hafi ákveðið að stela honum.
Svala sagði í samtali við Glamour á dögunu að hún sjái um eigin stíliseringu. „Ég er ekki með stílista með mér því ég elska að sjá um mína eigin stíliseringu og hef gert það í meira en 10 ár,“ sagði hún.
Ég mun samt vera í íslenskri hönnun í Kiev, á hinum ýmsu galapartýum og uppákomum. Ég verð til dæmis í fötum frá Hildi Yeoman, Another Creation, Andrea, Rey, Shoplifter og Aftur.
Eurovision fer fram í næstu viku en hópurinn mætti til Úkraínu í byrjun vikunnar.