Auglýsing

Svala lætur virkan í athugasemdum á Instagram heyra það og kennir honum verðmæta lexíu

Svala Björgvinsdóttir lét notanda á Instagram, sem notaði ljót orð til að lýsa henni, heyra það í vikunni og kenndi honum dýrmæta lexíu.

Notandinn Eurovision in Lyrics hafði taggað Svölu í pósti um lagið Paper og sagði að þó honum þætti texti lagsins yndislegur þá væri flutningur Svölu „ógeðslegur“ (e. disgusting). „Afsakið, þetta er mín skoðun,“ bætti notandinn við.

https://www.instagram.com/p/BTUbC7CDWKE/?taken-by=eurovision_in_lyrics

Svala lét ekki bjóða sér þetta og svaraði notandanum fullum hálsi í undir myndinni. „Hvernig dirfistu að tagga mig í pósti og kalla mig ógeðslega?“ spurði hún. „Hversu illur og illa innrættur ertu? Þú ættir að finna ljós og frið í líf þitt í staðinn fyrir að dreifa hatri.“

Notandinn svaraði Svölu og sagðist ekkert hafa á móti henni. „Kannski skipti ég um skoðun ef ég hlusta á fleiri lög frá þér. Mér þykir leitt að hafa reitt þig til reiði fyrir að segja mína skoðun. Ég taggaði þig bara vegna þess að ég útbjó mynd handa þér.“

Fjölmargir lýstu í kjölfarið yfir stuðningi við Svölu í athugasemdakerfinu og fordæmdu orð Eurovision in Lyrics, sem hefur átt í vök að verjast. Þá hafa fleiri Eurovision-aðdáendur tekið upp hanskann fyrir Svölu og bent á ummæli Eurovision in Lyrics séu algjör óþarfi.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing