Írsk sandströnd sem skolaðist birt í óveðri sem gekk yfir svæðið fyrir rúmlega þrjátíu og þremur árum skilaði sér aftur í síðasta mánuði. Íbúar á svæðinu eru mjög ánægðir að hafa fengið sandinn aftur.
Árið 1984 gekk mikið óveður yfir og hvarf sandurinn af ströndinni Dooagh á Achill-eyju á haf út. Mjúki, gullni sandurinn var horfinn og eftir voru aðeins klettar og steinar. Hvöss norðanátt sem fylgdi páskahretinu í ár færði íbúum Achill sandinn aftur og er ferðamenn þegar farnir að streyma á svæðið.
Sjáðu ströndina eftir storminn 1984 og eftir storminn 2017.