Kona sem dreifði ösku Patreks, látins ástvinar, í Seljalandsá fyrir neðan Seljalandsfoss fékk ekki leyfi til þess og hefði aldrei fengið leyfi til þess. Fáist leyfi til að dreifa ösku hér á landi má aðeins gera það yfir haf eða öræfi, fáist til þess leyfi sýslumanns. Þetta kemur fram á Vísi.
Myndskeið af því þegar konan dreifir öskunni var sett inn á YouTube í gær og fylgdi textinn „Scattering Patrick’s ashes in Iceland“ með. Myndskeiðið hefur nú verið fjarlægt en það má aftur á móti sjá hér.
Árlega eru gefin út um fjörutíu leyfi af sýslumanninum á Norðurlandi eystra til að dreifa ösku og um helmingur þeirra er til erlendra ríkisborgara. Það eru aðallega Bandaríkjamenn, Breta og Þjóðverjar sem sækjast eftir leyfunum.