Svala Björgvinsdóttir komst ekki áfram í Eurovision í Kænugarði í Úkraínu í kvöld. Þjóðirnar sem komust áfram voru: Moldóva, Aserbaísjan, Grikkland, Svíþjóð, Portúgal, Pólland, Armenía, Ástralía, Kýpur og Belgía.
Sjá einnig: Fólkið á Twitter missti sig í tístunum yfir Eurovision: „Shit hvað sænski söngvarinn er fucking heitur!“
Svala var sú 13. í röðinni þegar hún kom fram í kvöld. Seinna undanúrslitakvöldið fer fram á fimmtudagskvöld og úrslitin fara svo fram á laugardaginn.