Auglýsing

Ætlar að reyna að sýna fram á að Thomas hafi verið líkamlega ófær um að bana Birnu

Verjandi Thomasar Möller Olsen, mannsins sem er ákærður fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur, ætlar að reyna að sýna fram á að Thomas hafi ekki verið líkamlega fær um að bana Birnu. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Fyrirtaka í málinu fór fram í gær og þá kom fram að verjandi mannsins vildi leggja fram sjö spurningar vegna meðferð málsins fyrir dómstólum. Hann ætlar að spyrja bæklunarlækni tveggja spurninga og réttarmeinafræðing fimm spurninga. Ákveðið var að fresta fyrirtökunni til 16. maí til að finna sérfræðinga til að svara spurningunum.

Sjá einnig: Lögmaður Thomasar vill spyrja bæklunarlækni tveggja spurninga

Í ákæru málsins kemur fram að Thomas hafi beitt Birnu ofbeldi í bílaleigubíl og hent henni í sjó eða vatn með þeim afleiðingum að hún drukknaði. Hann er sagður hafa slegið hana ítrekað í andlit og höfuð, tekið hana kverkataki og hert kröftuglega að hálsi hennar og í framhaldinu, á óþekktum stað, varpað Birnu í sjó eða vatn.

Hlaut hún ýmsa áverka við árásina og drukknaði í sjónum eða vatninu og nú telur Fréttablaðið sig hafa heimildir fyrir því að verjandi Thomasar ætli að reyni að sýna fram á að hann hafi ekki verið líkamlega fær um að veita henni þessa áverka 14. janúar, daginn sem hún lést.

Birna hlaut punktblæðingar á augnlokum, táru og glæru augnlokanna og innanvert höfuðleður, þrýstingsáverka á hálsi, þar á meðal brot í vinstra efra horn skjaldkirtilsbrjósks, nefbrot og marga höggáverka í andlit og á höfuð.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing