Fótboltakonan Hulda Sigurðardóttir spilaði í bandarísku NCCA-deildinni árin 2014 og 2015 og var oft sýnt frá leikjunum í sjónvarpi í Bandaríkjunum. Lýsendurnir áttu margir hverjir í miklum vandræðum með að segja nafnið hennar, sérstaklega föðurnafnið.
Pabbi Huldu, Sigurður R. Guðjónsson, hefur tekið saman myndbrot þar sem lýsendurnir spreyta sig á nafninu og sett saman í eitt myndband á YouTube. Sjáðu myndbandið hér fyrir neðan.
Sigurður segir í samtali við Nútímann að Hulda, sem spilar núna með meistaraflokki Fylkis, hafi staðið sig mjög vel í Bandaríkjunum og tínt upp öll verðlaun sem hægt var að fá.