Auglýsing

Leikfangið Fidget Spinner uppselt í Hagkaup, 300 stykki seldust á klukkutíma í Spönginni

Leikfangið Fidget Spinner seldist upp í Hagkaup í gær og er ekki væntanlegt aftur fyrr en um mánaðarmótin. Það hefur verið gífurlega vinsælt í Bandaríkjunum síðustu tvo mánuði og nú hafa vinsældirnar náð til Íslands.

Leikfangið var fyrst selt í Hagkaup í vikunni. Þrjúhundruð stykki seldust í Hagkaup í Spönginni í morgun á klukkutíma og hundrað stykki seldust á fimmtán mínútur í Hagkaup í Smáralind í gær, föstudag. Verslunin í Smáralind fékk 500 stykki á fimmtudag og voru þau fljót að klárast. Leikfangið var selt í öllum verslunum Hagkaups og má því gera ráð fyrir að nokkur þúsund eintök hafi selst í vikunni.

Nútíminn ræddi við starfsmenn í Spönginni og Smáralind og sögðu þeir að margir hefðu komið í búðirnar í gær í von um að geta keypt leikfangið. Því miður fóru flestir fýluferð, enda leikfangið uppselt.

Framleiðandi leikfangsins segir að ekki sé aðeins skemmtilegt að leika með það, heldur hafi það góð áhrif á börn með ofvirkni og athyglisbrest, einhverfu og kvíða. Þá er hægt að leika ýmsar kúnstir með það og má finna mörg myndbönd á YouTube með trixum sem hægt er að reyna að leika eftir. Samkvæmt heimildum Nútímans er leikfangið farið að ganga kaupum og sölum á svörtum markaði á mun hærra verði en í Hagkaup.

Sjáðu hvernig Fidget Spinner er notað

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing