Auglýsing

Fólk er sem sagt byrjað að drekka latté úr avokadó og við vitum ekki hvað okkur á að finnast

Kaffihúsið Truman Cafe í Melbourne í Ástralíu hóf nýlega að bjóða upp á kaffidrykkinn víðfræga latté borinn fram í avokadó. Við endurtökum: Borinn fram í avokadó.

Drykkurinn lítur þá einhvern veginn svona út:

????????????

Samkvæmt frétt á vef Buzzfeed News er um raunverulegan drykk að ræða. Starfsfólk kaffihússins segist vera að blanda saman tveimur vinsælum matvælum í Melbourne. Og afraksturinn hefur vakið gríðarlega athygli.

Blöndunin virðist vera einhvers konar ádeila á málflutning ástralska milljónamæringsins Tim Gurner, sem lét hafa eftir sér að ungt fólk væri að eyða svo miklu í avókadó og gæti því ekki keypt sér húsnæði. „Þegar ég var að reyna að kaupa fyrstu íbúðina mína eyddi ég ekki peningum í avokadó og fjóra kaffibolla sem kosta hver um sig fjóra dali,“ sagði hann.

Á Twitter hefur verið gert grín að uppátækinu

…Sem virðist samt vera að virka til að vekja athygli á húsnæðisvanda ungs fólks. Bravó ????

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing