Íslendingar eru alltaf til í að skella sér í góða röð ef ný verslun er að opna, ef góð tilboð eru í gangi eða ef þeir hafa hreinlega ekkert betra að gera. Við sáum til dæmis langar raðir myndast þegar Dunkin’ Donuts opnaði á Laugavegi.
Og aftur þegar Krispy Kreme nam land í Smáralind í Kópavogi
Nú velta margir fyrir sér hvernig ástandið verður þegar Costco opnar í Garðabæ í fyrramálið. Björgunarsveitir verða í viðbragðsstöðu þegar verslunin opnar og miðað við raðagleði Íslendinga er það fullkomlega réttlætanlegt.
Tónlistarmaðurinn Pétur Jónsson hefur í dag sett sig í spor manns í röðinni fyrir utan Costco og lýsingarnar eru oft kostulegar. Hann hófst handa fyrir hádegi og er enn að.
Frekar napurt hérna í Garðabænum, en fólk ber sig vel. Flestir með gott nesti og kaffi á brúsa. Það má fara inn og pissa. #röðin
— Pétur Jónsson (@senordonpedro) May 22, 2017
Hér er svo þessi ótrúlega saga. Pétur er duglegur að bæta við hana þannig að þið þurfið að kíkja á hann á Twitter til að fá alla söguna
Costco #röðin eftir Pétur Jónsson