Á hálfum sólarhring hafa rúmlega sex þúsund manns gengið í Facebook-hópinn „Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð“. Markmið hópsins er að deila gleðinni og segja frá góðum kaupum í versluninni.
Þegar hafa margir deilt myndum af vörum, verðmiðum og kassakvittunum í Costco og eru þau jafnvel borin saman við verð í öðrum verslunum. Sumir velta fyrir sér hvort tilteknir hlutir fáist, til að mynda gasgrill, sláttuvélar og gleraugu.
Meðlimir hópsins hafa til dæmis komist að því að dömubindi eru töluvert ódýrari í Costco en í Bónus og hægt er að fá hálfan lítra af pepsí í plastflösku á 51 krónur ef keyptar eru 24 flöskur. Þá er hægt að fá Fitbit-úrin töluvert ódýrari en í öðrum verslunum.