Auglýsing

Kjörís framleiðir ísbolta aftur eftir 24 ára hlé, margir hneykslaðir á plastinu sem fylgir boltunum

Kjörís hefur hafið framleiðslu á svokölluðum ísboltum á ný og eru þeir væntanlegir í verslanir. Þeir voru síðast framleiddir árið 1993, eða fyrir 24 árum.

Kjörís sagði frá þessu á Facebook í morgun og sýndi frá framleiðsluferlinu í beinni útsendingu. Hægt verður að fá þrjár gerðir, ís í plastbolta með vanillu-, súkkulaði eða jarðarberjaís.

Sumir taka boltunum fagnandi og hlakka til að smakka þá aftur. Margir gagnrýna Kjörís aftur á móti fyrir aukna plastnotkun og fær umhverfisstefna fyrirtækisins ekki góða einkunn, nú þegar frekar er verið að reyna að draga úr plastnotkun. Hver einasti ís í plastkúlu og því töluvert plast sem þarf í framleiðsluna.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing